Yfirvöld hófu rannsókn á flokknum eftir morðið á 34 ára rappara, Pavlos Fyssas, 2013 en hann var vinstrisinnaður. Áfrýjunardómstóllinn hafði áður dæmt Yiorgos Roupakias, sem er félagi í Gylltri dögun, fyrir morðið. Í tengslum við rannsókn á því voru margir leiðtogar flokksins handteknir.
Réttarhöldin hafa staðið yfir í fimm ár og í gær var loks kveðinn upp dómur í málinu. Engir flokksmenn voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna frekar en þeir voru við upphaf málsins.
Mörg þúsund manns voru samankomnir við dómshúsið og héldu margir á skiltum með áletrunum á borð við: „Þeir eru ekki saklausir“, „Burt með nasistana“ og „Lífstíðarfangelsi fyrir morð“.