Þetta er þriðja hitametið sem er sett á árinu en áður höfðu janúar og maí mælst þeir hlýjustu frá upphafi mælinga. Þá voru hitamet jöfnuð í apríl og júní eftir því sem segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Síðustu 12 mánuði hefur meðalhitinn á heimsvísu verið 1,3 gráðum hærri en hann var fyrir iðnvæðinguna. Það er því ekki langt í loftslagsmarkmið SÞ sem er miðað við að meðalhitinn verði ekki meira en 1,5 gráðum hærri en fyrir iðnvæðingu.