fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Nýjar og ótrúlegar samsæriskenningar um COVID-19 veikindi Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. október 2020 05:43

15% Bandaríkjamanna trúa samsæriskenningum QAnon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, greindist með COVID-19 í síðustu viku. Veikindi hans og viðbrögð hans við þeim hafa nú orðið uppspretta ótal samsæriskenninga meðal stuðningsmanna hans. Þeir telja að veikindin hafi verið upphafið að fjöldahandtökum og lokauppgjöri Trump við leynilega valdaklíku sem stjórnar heiminum. Segja þeir að Rauður október sé í uppsiglingu og hinn fullkomni stormur sé við að bresta á.

Þetta hljómar eflaust ótrúlega í eyrum flestra en ekki í eyrum gallharðra stuðningsmanna Trump sem aðhyllast QAnon-samsæriskenninguna. Þeir telja að næstu vikur muni skipta sköpum, ekki aðeins hvað varðar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum heldur einnig fyrir heimsbyggðina alla. Þeir telja að Trump hafi viljandi smitast af kórónuveirunni svo hann gæti dregið sig í hlé í smá tíma til að fá fulla yfirsýn yfir yfirvofandi aðgerðir. Nú sé hann búinn að því og geti byrjað að elta meðlimi hins svokallaða „djúpríkis (deep state)“ uppi sem og óvini sína.

Þetta mun að mati þessara einörðu stuðningsmanna vera skýringin ef hann sinnir ekki kosningabaráttunni á næstunni. Þess í stað sé hann að skipuleggja aðgerðirnar því nú sé komið að kaflaskiptum í baráttunni. Hvað varðar tilvísunina í Rauðan október þá er þar verið að vísa í bandarísku kvikmyndina „The Hunt for Red October“.

Facebook hefur komist að þeirri niðurstöðu að QAnon sé hættuleg hreyfing og hefur ákveðið að úthýsa henni. QAnon segja að mörg leynileg skilaboð og tákn séu merki þess að Trump sé farinn af stað með áætlun sína til að berja á djúpríkinu svokallaða og andstæðingum sínum. Ein þessara skilaboð er að þeirra mati að finna í tístinu sem hann skrifaði á föstudaginn um að hann hefði greinst með COVID-19. Segja stuðningsmenn QAnon að ef síðasti hluti tístsins sé skoðaður þá segi hann meira en virðist í fyrstu.

Í lokinn skrifar Trump „TOGETHER“ með stórum stöfum en úr þessu lesa stuðningsmenn QAnon „to get her“ og telja að það eigi við Hillary Clinton og að nú muni Trump loks láta handtaka hana. Samkvæmt QAnon-samsæriskenningunni þá er Hillary leiðtogi djöfladýrkandi barnaníðinga ásamt til dæmis Barack Obama, fyrrum forseta, Oprah Winfrey, fjölmiðlakonu, og leikaranum Tom Hanks.

Þegar QAnon kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um þremur árum var útgangspunkturinn í kenningunni að það þyrfti að hafa hendur í hári Hillary Clinton og stöðva hana, þá myndu lög og regla aftur komast á. Nú er sá tími kominn að mati stuðningsmanna QAnon sem hafa árum saman talað um að óveður væri í uppsiglingu og þegar það bresti á muni Trump taka harkalega á djúpríkinu og fyrrnefndum djöfladýrkandi barnaníðingum.

Talið er að mörg hundruð þúsund manns, ef ekki milljónir, aðhyllist QAnon samsæriskenninguna um allan heim. Áhrifa hennar er farið að gæta í bandarískum stjórnmálum því í sumar tryggði Marjorie Taylor Greene sér útnefningu sem frambjóðandi Repúblikana til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hún er i framboði í Georgíuríki. Hún hefur opinberlega sagt að hún aðhyllist QAnon og hefur hyllt hinn dularfulla „Q“ sem er upphafsmaður kenningarinnar. Fyrir þremur árum byrjaði hann að birta upplýsingar sem hann hafði að sögn „fundið“. Það gerði hann á spjallsíðunni 4chan sem er mjög vinsæl meðal öfgasinna. Það sem hann skrifaði þar varð undirstaða QAnon-samsæriskenningarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu