McAfee var nýlega handtekinn á Spáni og bíður þess nú að framsalskrafa bandaríska yfirvalda verði tekin fyrir. Ákæra á hendur honum var lögð fram hjá dómstóli í Memphis í Tennessee á mánudaginn. Hann hafði verið eftirlýstur af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Belís.
Í ákærunni kemur fram að McAfee hafi ekki skilað skattskýrslum frá 2014 til 2018 þrátt fyrir að hafa haft „verulegar tekjur“. Ekkert í ákærunni tengir hann við McAfee veiruvarnarforritið og fyrirtækið á bak við það. Hann er sakaður um að hafa leynt tekjum sínum með því að nota bankareikninga í nafni annarra og rafmyntareikninga. Ef hann verður fundinn sekur um öll ákæruatriðin á hann allt að 30 ára fangelsi yfir höfði sér.