fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Grunnskólakennari sviptur kennsluréttindum fyrir að tala um sjálfstæði Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. október 2020 18:01

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnskólakennari í Hong Kong var nýlega sviptur kennsluréttindum fyrir að hafa notað kennsluefni, sem talar fyrir lýðræði, í kennslustund og að hafa kennt nemendum hvað hugtökin tjáningarfrelsi og sjálfstæði þýða.

Kennslustofnun landsins sakar kennarann um að hafa brotið gegn Basic Law, sem er lítil stjórnarskrá Hong Kong, með því að breiða út boðskap um sjálfstæði Hong Kong.

„Til að vernda hagsmuni nemenda og vernda fagmennsku kennara og traust almennings á kennurum hefur kennslustofnunin ákveðið að svipta kennarann kennsluréttindum,“

segir í tilkynningu frá kennslustofnuninni sem birtist í South China Morning Post.

The Guardian segir að kennarinn hafi sýnt bekk myndband þar sem lýðræðissinni kemur fram og hafi síðan spurt nemendurna hvað tjáningarfrelsi væri og „samkvæmt því sem kemur fram í myndbandinu, hver eru rökin sem tala fyrir sjálfstæði Hong Kong?“.

Kennslustofnunin segir að nokkrir kennarar hafi fengið aðvörun vegna málsins og að hún muni vinna að því að finna þá kennara sem brjóti gegn góðum og fagmannlegum kennsluháttum.

Frá því í júlí 2019, þegar mótmælin í Hong Kong hófust, þar til í ágúst á þessu ári bárust kennslunefndinni 247 kvartanir vegna tengsla kennara við mótmælin. Rannsókn er lokið á 204 málum og hafa 33 kennarar fengið tiltal eða aðvörunarbréf. Kennslustofnunin útilokar ekki að svipta þá kennsluréttindum sem hafa hugsanlega gerst sekir um alvarleg brot.

Samkvæmt nýjum öryggislögum, sem stjórnvöld í Peking settu fyrir Hong Kong, er nú ólöglegt að tala fyrir sjálfstæði Hong Kong.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni