fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Grunnskólakennari sviptur kennsluréttindum fyrir að tala um sjálfstæði Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. október 2020 18:01

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnskólakennari í Hong Kong var nýlega sviptur kennsluréttindum fyrir að hafa notað kennsluefni, sem talar fyrir lýðræði, í kennslustund og að hafa kennt nemendum hvað hugtökin tjáningarfrelsi og sjálfstæði þýða.

Kennslustofnun landsins sakar kennarann um að hafa brotið gegn Basic Law, sem er lítil stjórnarskrá Hong Kong, með því að breiða út boðskap um sjálfstæði Hong Kong.

„Til að vernda hagsmuni nemenda og vernda fagmennsku kennara og traust almennings á kennurum hefur kennslustofnunin ákveðið að svipta kennarann kennsluréttindum,“

segir í tilkynningu frá kennslustofnuninni sem birtist í South China Morning Post.

The Guardian segir að kennarinn hafi sýnt bekk myndband þar sem lýðræðissinni kemur fram og hafi síðan spurt nemendurna hvað tjáningarfrelsi væri og „samkvæmt því sem kemur fram í myndbandinu, hver eru rökin sem tala fyrir sjálfstæði Hong Kong?“.

Kennslustofnunin segir að nokkrir kennarar hafi fengið aðvörun vegna málsins og að hún muni vinna að því að finna þá kennara sem brjóti gegn góðum og fagmannlegum kennsluháttum.

Frá því í júlí 2019, þegar mótmælin í Hong Kong hófust, þar til í ágúst á þessu ári bárust kennslunefndinni 247 kvartanir vegna tengsla kennara við mótmælin. Rannsókn er lokið á 204 málum og hafa 33 kennarar fengið tiltal eða aðvörunarbréf. Kennslustofnunin útilokar ekki að svipta þá kennsluréttindum sem hafa hugsanlega gerst sekir um alvarleg brot.

Samkvæmt nýjum öryggislögum, sem stjórnvöld í Peking settu fyrir Hong Kong, er nú ólöglegt að tala fyrir sjálfstæði Hong Kong.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga