fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Enn fjölgar COVID-19 smitum í Hvíta húsinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. október 2020 07:59

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var staðfest að Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er smitaður af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Miller skýrði sjálfur frá þessu. Hann bætist þar með í hóp fjölmargra starfsmanna Hvíta hússins sem hafa greinst með veiruna.

Margir af nánustu samstarfsmönnum forsetans hafa greinst með veiruna en Trump greindist sjálfur með hana í síðustu viku.

„Síðustu fimm daga var ég í sjálfskipaðri sóttkví og vann ekki á skrifstofunni. Ég fór í sýnatöku daglega og var niðurstaðan neikvæð þar til í gær (mánudag, innsk. blaðamanns). Í dag (þriðjudag, innsk. blaðamanns) greindist ég með COVID-19 og er í einangrun,“

sagði Miller í tilkynningu sinni.

Trump sneri aftur í Hvíta húsið á mánudaginn eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í þrjár nætur þar sem hann fékk meðferð við sjúkdómnum.

„Það er veiran sem snýr aftur í Hvíta húsið. Gleymið að keisarinn er ekki í neinum fötum, í kvöld er keisarinn ekki með neitt starfsfólk,“

sagði Jim Acosta, fréttamaður CNN í Hvíta húsinu, við það tækifæri.

Meðal náinna samstarfsmanna Trump, sem hafa greinst með veiruna, eru Hope Hicks, ráðgjafi, Kayleigh McEnany, talskona hans, og Bill Stepien, kosningastjóri hans. Melania Trump, eiginkona Trump, greindist einnig með veiruna í síðustu viku.

Mike Lee, Thoms Tillis og Ron Johnson, þingmenn Repúblikana, hafa einnig allir greinst með veiruna. Vitað er að 11, hið minnsta, af nánustu samstarfsmönnum Trump eru smitaðir af veirunni. The New York Times skýrir frá. Í heildina eru um 35 starfsmenn Hvíta hússins smitaðir af kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?