fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Voru það mistök að mæla ekki með grímunotkun í upphafi heimsfaraldursins? Varð það til að auka útbreiðsluna?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 05:27

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri vísindamenn telja að hættan á að fólk smitist af kórónuveirunni af yfirborðsflötum, þar sem hún leynist, hafi verið ofmetin. Í upphafi heimsfaraldursins var víðast hvar lögð mikil áhersla á að fólk væri duglegt að þvo sér um hendurnar, nota handspritt og þrífa yfirborðsfleti til að draga úr líkum á smiti. Allt var þetta byggt á niðurstöðum fjölda rannsókna á útbreiðslu annarra öndunarfæraveira og var það besta sem vísindamenn gátu ráðlagt fólki varðandi þessa nýju veiru.

En eftir því sem þekking okkar á veirunni eykst eru sumir vísindamenn farnir að velta því upp hvort það hafi verið svo mikil þörf á að leggja þessa miklu áherslu á handþvott. Smitaðir yfirborðsfletir á borð við hurðarhúna og slökkvara eru kannski ekki svo mikið mál segja þeir. The Guardian skýrir frá þessu.

Umræðan um þetta kom upp á yfirborðið þegar Monica Gandhi, prófessor í læknisfræði við University of California í San Francisco, sagði í samtali við vísindaritið Nautilus að auðveldasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni sé þegar litlir dropar eða úði berst frá munni eða nefi sýkts einstaklings.

„Núna vitum við að upptök smitsins eru ekki við að snerta yfirborðshluti og síðan augað. Þau eru við að vera nálægt einhverjum sem dælir veirunni úr nefi og munni án þess, yfirleitt, að vita af því,“

sagði Gandhi og hún er ekki ein um þessa skoðun. Til dæmis setur Emanuel Goldman, prófessor í örverufræði við Rutgers University í New Jersey, fram efasemdir um að veiran geti lifað á yfirborðshlutum í jafnvel allt að nokkra daga í grein sem var birt í vísindaritinu Lancet. Í greininni segist hann telja mjög litlar líkur á að fólk smitist af yfirborði hluta og að það geti aðeins gerst ef sýktur einstaklingur hnerrar eða hóstar á yfirborðið og ósýktur einstaklingur snertir það fljótlega og miðar hann þá við tvær klukkustundir.

Goldman segir að miklum fjármunum hafi verið varið í að þrífa yfirborðsfleti á sama tíma og mesta hættan sé fólgin í að fólk tali saman.

„Ef við hefðum í upphafi fjárfest í andlitsgrímum, ef við hefðum lagt alla þá áherslu, sem við lögðum á handþvott og þrif, í að tala fyrir notkun andlitsgríma í upphafi þá hefði faraldurinn næstum örugglega ekki orðið svona slæmur í Evrópu og Norður-Ameríku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“