fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hver er konan? Ástralska lögreglan stendur á gati

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 07:00

Nafnlausa konan. Mynd:Queensland Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta mánuðinn hefur ástralska lögreglan reynt að bera kennsl á gamla, hvíthærða konu sem annað hvort vill ekki segja til nafns eða getur það ekki. Hún birtist upp úr þurru í litla bænum Mooloolah norðan við Brisbane þann 6. september. Miðað við upptökur eftirlitsmyndavéla þá fór maður nokkur með konuna, sem var áberandi ringluð, að sjúkrahúsi í bænum og skildi hana eftir þar. Hún dvelur nú á dvalarheimili á svæðinu. Lögreglan hefur rætt við manninn sem fann konuna í Mooloolah og flutti á sjúkrahús, hann vissi annars ekkert um hana.

Lögreglan telur að konan sé um áttrætt. Lögreglan í Queensland hefur nú ákveðið að hætta rannsókn á málinu þar sem hún hefur ekki borið neinn árangur til þessa. The New Daily skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi sent lýsingu á konunni til allra lögregluliða í Ástralíu en það hefur ekki borið neinn árangur og leitað eftir aðstoð almennings en það hefur heldur ekki skilað neinum árangri.

Það eina sem konan var með, annað en fötin sem hún var í, var hringur á fingri. Ekkert af þessu hefur komið að gagni við rannsókn málsins. Enginn virðist vilja kannast við konuna.

Vandinn sem yfirvöld standa frammi fyrir er að það er erfitt að aðstoða konuna án þess að vita hver hún er. Hvernig er fjárhagsleg staða hennar? Er hún með tryggingar? Hver ber ábyrgð á henni?

Eins og er sér hið opinbera um konuna og annast hana.

Ekki er vitað hvort hún þjáist af minnisleysi eða vill bara ekki segja til nafns. Íbúarnir í Mooloolah, þar sem um 4.000 manns búa, kannast ekki við hana og segjast aldrei áður hafa séð hana.

Talsmaður lögreglunnar telur að konan viti vel hver hún er en þar sem hún hafi að mati lögreglunnar ekki verið viðriðin nein afbrot þá sé engin ástæða til að þrýsta á hana um að veita þær upplýsingar og muni lögreglan virða þá ósk hennar að njóta nafnleyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga