fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Fundu 24 plánetur – Hugsanlega betri lífsskilyrði en á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 21:05

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Washington State University hafa fundið 24 plánetur utan sólkerfisins okkar sem þeir telja að búi hugsanlega yfir betri skilyrðum fyrir líf en jörðin okkar. Það er því ekki útilokað að þessar plánetur séu byggilegar og jafnvel að þar finnist nú þegar líf.

Þær eru þó ansi langt í burtu frá okkur eða í rúmlega 100 ljósára fjarlægð en þær gætu samt sem áður verið ein besta von okkar um að finna líf utan sólkerfisins.

„Nú þegar næstu geimsjónaukar eru að fara á loft fáum við meiri upplýsingar svo það er mikilvægt að velja viðfangsefni. Við verðum að einbeita okkur að ákveðnum plánetum, sem hafa mest lofandi lífsskilyrði fyrir flókin lífsform,“

segir Dirk Schulze-Makuch, sem stýrði rannsókninni. Hann lagði einnig áherslu á að það þurfi að gæta þess að festast ekki í því að leita að annarri jörð því það geti verið til plánetur sem bjóða upp á betri skilyrði fyrir líf en jörðin okkar. Þetta eru plánetur sem eru eldri, aðeins stærri, aðeins hlýrri og hugsanlega blautari en jörðin.

Líf gæti, að mati vísindamannanna, átt auðveldar uppdráttar á þessum plánetum, sem fara hægar á ferð sinni um sólir sínar, en jörðin okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni