fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Pressan

13 ungmenni flutt á sjúkrahús eftir neyslu á sælgæti sem innihélt THC

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 09:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ungmenni voru flutt á sjúkrahús í Lundúnum í gær eftir að þau átu sælgæti sem er talið hafa innihaldið THC sem er virka efnið í kannabis. Ungmennin héldu að þetta væri venjulegt sælgæti og höfðu enga hugmynd um að búið var að setja THC í það.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að sjúkrabílar hafi verið sendir að La Sainte Union Catholic skólanum í Highgate í norðurhluta Lundúna skömmu fyrir hádegi. Ungmennin fengu aðhlynningu á vettvangi og voru síðan flutt á sjúkrahús til öryggis að sögn lögreglunnar. Ekki er talið að þau hafi orðið fyrir alvarlegri eitrun.

Lögreglan er að rannsaka málið en enginn hefur verið handtekinn vegna þess enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu