fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Margir Repúblikanar telja að flokkurinn muni gjalda fyrir „heimskulega“ nálgun á COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 08:00

Baráttan um framtíð flokksins er hafin enda dagar Trump í Hvíta húsinu brátt taldir. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mörgum Repúblikönum mikið áfall að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skyldi greinast með COVID-19 fyrir helgi. Óhætt er að segja að þetta hafi verið eins og jarðskjálfti fyrir flokkinn. Síðan fylgdu eftirskjálftarnir þegar fleiri Repúblikanar, úr fremstu röð flokksins, fóru að greinast með veiruna, þar á meðal þingmenn, kosningastjóri Trump og annað áhrifafólk innan flokksins.

Í umfjöllun Washington Post er bent á að mánuðum saman hafi Trump og margir samflokksmenn hans gert lítið úr hættunni, sem stafar frá kórónuveirunni, og hafi neitað að sýna aðgæslu og nota grímur, stunda félagsforðun og fleira.

„Það var örvænting áður en þetta fór í gang en nú erum við eiginlega heimski flokkurinn,“

er haft eftir Edward J. Rollins, formanni stuðningssamtaka Trump, PAC Great America.

„Frambjóðendur verða nú að verja sig daglega og svara hvort þeir séu sammála hinu eða þessu sem forsetinn gerði varðandi veiruna. Forsetinn og fólkið í kringum hann gerðu lítið úr reglunum,“

er haft eftir Michael Steel Repúblikana og fyrrum ráðgjafa John Boehner forseta fulltrúadeildarinnar.

Margir Repúblikanar hafa látið lítið fyrir sér fara eftir að tilkynnt var að Trump væri smitaður og halda sig til hlés í þeirri von að Trump snúi fljótt aftur og að kjósendur refsi þeim ekki harkalega þann 3. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti