Washington Post segir að lögin hafi verið töluverðan tíma i undirbúningi en verði væntanlega lögð fyrir þingið fyrir jól.
Í ræðu sem Macron flutti í Les Mureaux, einu úthverfa Parísar, sagði hann að berjast verði gegn „íslamskri aðskilnaðarstefnu“. Hann sagði þetta vera meðvitaða og pólitíska stefnu sem komi í ljós við margendurtekin frá vik frá gildum lýðveldisins og skapi oft önnur og andstæð samfélög.
Macron hefur í nokkur ár rætt um hugmyndir sínar um að styrkja aðlögun innflytjenda að frönsku samfélagi og koma í veg fyrir að þeir sem iðka múslímska trú í Frakklandi verði róttækir. Hluti af hvatningunni á bak við þetta eru margar hryðjuverkaárásir, sumar framdar af frönskum múslimum, í landinu.
Í ræðu sinni gekk hann lengra en áður í gagnrýni sinni á franska múslima sem eru stærsti minnihlutahópur landsins. Hægrimenn hafa sakað Macron um að fara of mjúkum höndum um glæpamenn. Macron sagði að Íslam væru „trúarbrögð sem eiga í tilvistarkreppu um allan heim“ og að vandamálin eigi rætur að rekja til „mjög harðrar afstöðu“ múslima.