fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Íhuga að byggja brú á milli Skotlands og Norður-Írlands – Ekki eru allir sáttir við það

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 18:00

Eyrarsundsbrúin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er framkvæmanlegt og skynsamlegt að byggja brú á milli Skotlands og Norður-Írlands? Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur nokkrum sinnum varpað fram hugmynd um að byggja slíka brú og nú verður hugmyndin tekin til skoðunar í tengslum við gerð samgönguáætlunar fyrir Bretland.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að kannað verði hvort fýsilegt sé að byggja slíka brú, hvað það muni kosta, hver þörfin sé og hversu gagnleg hún yrði. Sumir gagnrýnendur hafa nú þegar hafnað hugmyndinni og segja hana óhagstæða og að betra sé að eyða peningunum í önnur verkefni.

Johnson hefur sjálfur nefnt að brúin gæti kostað um 15 milljarða punda. Hún myndi ná frá Portpatrick í Skotlandi til Larne á Norður-Írlandi. Þetta er um 33 km leið yfir Írlandshaf.

Fyrirmyndin er sótt til Eyrarsundsbrúarinnar á milli Danmerkur og Svíþjóðar en hún er um 16 km á lengd.

Sky segir að Ian Firth, verkfræðingur og brúarhönnuður, telji að „margar tæknilegar áskoranir“ fylgi verkefninu en það „ætti að vera mögulegt“ að hrinda því í framkvæmd en það yrði samt sem áður mikil áskorun.

„Mín tilfinning er að þetta ætti að vera mögulegt því þegar upp er staðið þá snýst þetta allt um peninga – allt er mögulegt ef þú setur nægilega mikla peninga í verkefnið.“

Fyrr á árinu sögðu stjórnmálamenn frá Skotlandi og Norður-Írlandi Grant Shapps, samgönguráðherra, að þeim milljörðum punda sem slík brú muni kosta sé betur varið í aðra nauðsynlega innviði. Talsmaður samtaka flutningafyrirtækja tók í sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum