Einn þeirra er James Phillips, sem er læknir á Walter Reed sjúkrahúsinu og prófessor við George Washington háskólann. Hann gat ekki orða bundist eftir bíltúr forsetans í gær:
„Ábyrgðarleysið er ótrúlegt,“
skrifaði hann á Twitter eftir stuttan bíltúr Trump.
„Forsetabíllinn er ekki aðeins skotheldur heldur einnig loftþéttur ef til efnavopnaárásar kemur. Hættan á að smita aðra af COVID-19 í bílnum er því eins mikil og hún getur orðið fyrir utan læknisfræðilegt inngrip. Hugur minn er hjá leyniþjónustumönnum sem neyddust til að taka þátt í þessu.“
Every single person in the vehicle during that completely unnecessary Presidential “drive-by” just now has to be quarantined for 14 days. They might get sick. They may die. For political theater. Commanded by Trump to put their lives at risk for theater. This is insanity.
— Dr. James P. Phillips, MD (@DrPhillipsMD) October 4, 2020
Hann bendir á að allir þeir sem voru í bílnum með Trump þurfi nú að fara í 14 daga sóttkví.
„Þeir gætu veikst. Þeir gætu dáið. Allt fyrir pólitískt leikhús. Skipað af Trump að hætta lífi sínu fyrir leikhús. Þetta er klikkun,“
skrifaði hann.
Ester Choo, læknir og prófessor við Oregon Health and Science University, tók undir orð Phillips sem og fleiri læknar.
Judd Deere, talsmaður Hvíta hússins, sagði að bíltúrinn hafi „verið samþykktur af læknateymi Trump og ekki talinn hættulegur“. Hann sagði að nauðsynlegar varúðarráðstafanir hafi verið viðhafðar, þar á meðal um notkun hlífðarbúnaðar.