Francis Skalicky tók myndina á göngustíg nærri Springfield nýlega að sögn Missouri Department of Conservation sem birti myndina á Facebooksíðu sinni á miðvikudaginn. Vefurinn er á milli tveggja trjáa og miðað við sjónarhorn ljósmyndarans þá virðist hann vera risastór.
https://www.facebook.com/moconservation/posts/10158691082257962
Það var orb weaver spider sem gerði vefinn en tegundin er þekkt fyrir margbrotna hönnun vefja sinna. Köngulærnar eru stórar og yfirleitt loðnar. Þær leggja sitt af mörkum til að halda stofnstærð fluga og annarra skordýra í skefjum.
Margir hafa tjáð sig um vefinn glæsilega á Facebook og skrifaði einn „þetta er vefur sem gæti bókstaflega veitt fólk ef það gengur inn í hann að næturlagi“.