fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

19 ára glæpaferill á enda – Stal fyrir 530 milljónir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19 ára glæpaferli 63 ára konu er nú lokið. Á þessum 19 árum tókst henni að stela ýmsu að heildarverðmæti 3,8 milljóna dollara eða sem svarar til 530 milljóna íslenskra króna. Konan, Kim Richardson, var nýlega dæmd í 4,5 ára fangelsi fyrir brot sín.

CNN skýrir frá. Fram kemur að Richardson hafi selt þýfið á eBay og hafi kaupendurnir ekki vitað að þeir voru að kaupa þýfi.

„Richardson stal munum úr ótal verslunum. Hún komst hjá þjófavarnarkerfum með því að setja stolnu munina í stóra svarta tösku sem hún tók með sér. Hún seldi hlutina á Internetinu og sá sjálf um að pakka þeim og senda,“

segir í yfirlýsingu frá yfirvöldum.

Richardson býr í Dallas í Texas en talið er að hún hafi ferðast um öll Bandaríkin til að stela. Af þeim sökum telur lögreglan útilokað að hafa uppi á öllum fórnarlömbum hennar. Richardson var með fjóra reikninga hjá Paypal til að taka við greiðslum. Hún játaði sök fyrir dómi. Hún þarf að afplána 18 mánuði af dómnum og verður síðan undir eftirliti næstu þrjú árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?