CNN skýrir frá. Fram kemur að Richardson hafi selt þýfið á eBay og hafi kaupendurnir ekki vitað að þeir voru að kaupa þýfi.
„Richardson stal munum úr ótal verslunum. Hún komst hjá þjófavarnarkerfum með því að setja stolnu munina í stóra svarta tösku sem hún tók með sér. Hún seldi hlutina á Internetinu og sá sjálf um að pakka þeim og senda,“
segir í yfirlýsingu frá yfirvöldum.
Richardson býr í Dallas í Texas en talið er að hún hafi ferðast um öll Bandaríkin til að stela. Af þeim sökum telur lögreglan útilokað að hafa uppi á öllum fórnarlömbum hennar. Richardson var með fjóra reikninga hjá Paypal til að taka við greiðslum. Hún játaði sök fyrir dómi. Hún þarf að afplána 18 mánuði af dómnum og verður síðan undir eftirliti næstu þrjú árin.