Það þýðir einfaldlega að 2.000 of margir létust af völdum fyrrgreindra sjúkdóma en venjulega. Í fréttatilkynningu frá vísindamönnunum kemur fram að þeir telji að þessi „auka“ dauðsföll hafi orðið vegna þess að fólk leitaði sér ekki aðstoðar hjá heilbrigðiskerfinu. Annað hvort af því að það var hrætt við að smitast af COVID-19 eða þá að það fékk ekki tilvísun í þá meðferð sem það þurfti á að halda. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll.
Rannsóknin sýnir að 29.969 létust á þessum fjórum mánuðum af völdum fyrrgreindra sjúkdóma. Það er 8% fleiri en að meðaltali í þessum sömu mánuðum síðustu sex ár. Einnig fjölgaði þeim sem létust heima frekar en á sjúkrahúsum.
Á þessum tíma hafði ríkisstjórnin gripið til harða ráðstafana vegna kórónuveirunnar og beðið fólk um að „vera heima“. Vísindamennirnir vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar geti beint sjónum fólks að því að það eigi að leita sér læknisaðstoðar ef það veikist skyndilega, jafnvel þótt samfélaginu hafi verið lokað að stórum hluta.