Sky News skýrir frá þessu. Rannsóknin hefur verið birt í The Astrophysical Journal Letters. Vísindamennirnir, sem stóðu að henni, segja að hún geti nýst stjörnufræðingum sem eru að reyna að auka vitneskju okkar um tunglið en talið er að það hafi jafnvel myndast við árekstur jarðarinnar og loftsteins á stærð við Mars.
Dr. Jacob Kegerreis, sem stýrði rannsókninni, segir að niðurstöður hennar sýni ekki beint hvernig tunglið myndaðist en þær geti gagnast við að þrengja hringinn um hvaða möguleikar koma til greina og þannig fært okkur nær því að skilja uppruna þessa trúa og trygga nágranna okkar.