Þessi börn eiga á hættu að vera vannærð af því að foreldrar þeirra geta ekki útvegað þeim nægan mat. Matarskortur þýðir að börnin fá ekki nægan mat daglega eða þá að foreldrar þeirra geta ekki gefið þeim grænmeti, kjöt og ávexti að borða. Þetta getur orsakað vannæringu.
Vannæring veikir börnin andlega og líkamlega og dregur úr viðnámi þeirra gegn sjúkdómum.
Ástæðan fyrir þessu er aðallega borgarastyrjöldin í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í tíu ár með tilheyrandi hörmungum, þar á meðal efnahagslegum. Auk þess var lokað fyrir allan flutning neyðaraðstoðar til landsins í júlí.
Ofan á þetta bætist heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hefur komið illa við margar af fátækustu og verst settu fjölskyldunum sem hafa nú engar tekjur.