fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Stúdentarnir vildu drekka sig til riddara – Að minnsta kosti 10 smituðust af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 15:05

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 10 stúdentar smituðust af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, eftir heimsókn á Café Guldhornene í Árósum föstudaginn 18. september. Barinn er þekktur fyrir að þar geta viðskiptavinir drukkið sig til „riddara“ ef þeir drekka nógu mikinn bjór.

Sú krafa er gerð að fólk drekki 10 stóra bjóra, um 5 lítra, til að hljóta riddaratign. Þetta ætluðu 10 stúdentar að reyna þegar þeir mættu á barinn klukkan 13 þennan dag. Århus Stiftstidende skýra frá þessu.

„Það var svo sannarlega mikið um að vera á Café Guldhornene þetta kvöld. Eins og kórónuveiran hefði ekki skollið á Danmörku,“

sagði Helene Møller, 22 ára, í samtali við blaðið. Hún er einn stúdentanna og greindist með COVID-19 eftir heimsóknina á barinn.

Stúdentarnir segjast árangurslaust hafa leitað að handspritti, borð hafi ekki verið þrifin með spritti og að á endanum hafi svo margir verið á staðnum að óhjákvæmilegt var að rekast utan í fólk. Þeir sögðu einnig að barþjónninn hafi neitað að láta fólk fá ný glös ef fólk var óöruggt um hvaða glas það var með. Þeir viðurkenndu að þeir hefðu auðvitað átt að yfirgefa staðinn.

Talsmaður Café Guldhornene, sem er í eigu fyrirtækisins Rekom sem rekur 120 veitingastaði í Danmörku, Noregi og Finnlandi, sagði að 174 gestir megi vera á staðnum og þeir hafi aldrei verið fleiri en það þetta kvöld. Hann sagði að gestirnir hefðu átt að fá hrein glös og ætlaði að kanna hvort hægt sé að gera handsprittið sýnilegra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“