Sú krafa er gerð að fólk drekki 10 stóra bjóra, um 5 lítra, til að hljóta riddaratign. Þetta ætluðu 10 stúdentar að reyna þegar þeir mættu á barinn klukkan 13 þennan dag. Århus Stiftstidende skýra frá þessu.
„Það var svo sannarlega mikið um að vera á Café Guldhornene þetta kvöld. Eins og kórónuveiran hefði ekki skollið á Danmörku,“
sagði Helene Møller, 22 ára, í samtali við blaðið. Hún er einn stúdentanna og greindist með COVID-19 eftir heimsóknina á barinn.
Stúdentarnir segjast árangurslaust hafa leitað að handspritti, borð hafi ekki verið þrifin með spritti og að á endanum hafi svo margir verið á staðnum að óhjákvæmilegt var að rekast utan í fólk. Þeir sögðu einnig að barþjónninn hafi neitað að láta fólk fá ný glös ef fólk var óöruggt um hvaða glas það var með. Þeir viðurkenndu að þeir hefðu auðvitað átt að yfirgefa staðinn.
Talsmaður Café Guldhornene, sem er í eigu fyrirtækisins Rekom sem rekur 120 veitingastaði í Danmörku, Noregi og Finnlandi, sagði að 174 gestir megi vera á staðnum og þeir hafi aldrei verið fleiri en það þetta kvöld. Hann sagði að gestirnir hefðu átt að fá hrein glös og ætlaði að kanna hvort hægt sé að gera handsprittið sýnilegra.