fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Pantaði sér fylgdarkonu – „Ég hugsaði bara, fjandinn, þetta er vandræðalegt.“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 05:47

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að James gekk í breska herinn fyrir sex árum hefur hann átt erfitt með að láta ástarsambönd sín ganga upp. Hann er mikið að heiman vegna starfsins og það gerir honum erfitt fyrir með að kynnast konum og halda í þær. Hann var farinn að sakna þess að stunda kynlíf og ákvað því að prófa að leigja fylgdarkonu til að „gera það besta úr aðstæðunum“.

Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta sé eiginlega komið í vana hjá honum og hann hafi ekki leitt hugann mikið að þessu fyrr en kvöld eitt þegar hlutirnir urðu skrýtnir, mjög skrýtnir. Hann hafði pantað fylgdarkonu á netinu en á síðunni, sem hann notar, er aðeins líkami kvennanna sýndur.

„Með því að fá fylgdarkonur get ég fullnægt kynlífsþörfum mínum. Í mínum huga er ég að gera það besta úr sérstökum aðstæðum. Ég bóka fylgdarkonur þar sem ég er hverju sinni með hernum. Ég hef alltaf verið veikur fyrir eldri konum og ákvað að leita að kynþokkafullri skólastjóratýpu. Andlit hennar sást ekki á myndunum en líkami hennar sást og það sem hún skrifaði á prófílinn sinn var nóg til að fá athygli mína,“

sagði hann í samtali við Mirror. Þau ákváðu stað og stund og 45 mínútum síðar var bíl ekið upp á húsinu. Þegar James opnaði dyrnar brá honum mikið:

„Þegar ég opnaði dyrnar, hver stóð fyrir framan mig? Mamma besta vinar míns. Ég hugsaði bara, fjandinn, þetta er vandræðalegt.“

Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um hvað hann átti að gera en mamman hafi tekið stjórnina og látið eins og þau þekktust ekki og þau hafi gert það sem þau ætluðu að gera.

Þau ræddu þetta þó að kynlífinu loknu og sammæltust um að halda þessu leyndu. James ákvað að segja vini sínum alls ekki frá þessu.

„Í hreinskilni sagt veit ég ekki hvernig ég ætti að byrja samtalið. Sú staðreynd að ég er búinn að hitta hana nokkrum sinnum síðan myndi einnig augljóslega gera þetta enn verra.“

En það gerir stöðuna einnig enn verri að hann veit að vinur hans notast við þessa sömu fylgdarþjónustu.

„Ég hef stundum áhyggjur af að hann bóki hana sjálfur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans