fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Hár 12 ára stúlku var fullt af lús – Varð henni að bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 06:45

Kaitlyn Yozviak

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjú ár var Kaitlyn Yozviak með lús í hárinu og það í miklu magni. Hún var bitin mörg þúsund sinnum af þessum meindýrum sem höfðu gert hár hennar að heimili sinu. Hún lést í ágúst, 12 ára að aldri.

Samkvæmt frétt The Sun þá orsökuðu öll þessi lúsabit blóðskort hjá Kaitlyn og lést hún af völdum hjartaáfalls. Foreldrar hennar, May Katherine Horton og Joey Yozviak, hafa bæði verið handtekin og ákærð fyrir morð og vanrækslu. Þau búa í Georgíuríki.

Þegar Kaitlyn lést hafði hún ekki farið í bað í heila viku og hún var látin dvelja í sérstaklega óhreinu herbergi á heimili sínu. Sérfræðingar segja að hún hafi verið með svo margar lýs að hún hafi stöðugt fundið til. Niðurstöður krufningar liggja þó ekki enn endanlega fyrir.

Samkvæmt dánarvottorði frá sjúkrahúsi lést Kaitlyn af völdum hjartastopps sem blóðskortur olli.

Opinber skjöl sýna að tveir bræður hennar voru teknir úr umsjá foreldra þeirra vegna sóðaskapar á heimilinu. Nágrannar segjast ekki hafa séð Kaitlyn að leik úti við síðustu tvo mánuðina áður en hún lést.

Kennarar í skóla hennar, Clifton Ridge Middle School, lýsa henni sem „mjög góðri stúlku“. Hún hafi alltaf verið prúð og aldrei verið til vandræða. Amma hennar sakar yfirvöld um að hafa brugðist skyldu sinni með að hafa ekki bjargað henni úr klóm foreldra sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann