fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Danir ætla að aflífa eina milljón minka vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 11:03

Mynd úr safni. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að allir minkar í minkabúum þar sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hefur komið upp eða grunur er um að hún hafi komið upp verði aflífaðir. Einnig á að aflífa allar minka á minkabúum nálægt búum þar sem smit hafa komið upp eða grunur er um smit. Um rúmlega eina milljón dýra er að ræða.

TV2 segir að smit hafi komið upp á 41 búi á Norður-Jótlandi og grunur sé um smit í 20 búum til viðbótar. Á fréttamannafundi í gær sagði Mogens Jensen, matvælaráðherra, að ljóst væri að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til fram að þessu dugi ekki og því verði að herða þær enn frekar.

Það er mat ríkisstjórnarinnar að aflífa þurfi minka á um 100 búum og að þegar upp verður staðið verði um rúmlega eina milljón dýra að ræða.

Smitin í minkum eru óvenjulega smitandi, bæði hvað varðar fólk og dýr, að sögn heilbrigðisyfirvalda og af þeim sökum á að aflífa alla minka í búum sem eru í innan við 8 km radíus frá búum þar sem smit eru staðfest eða grunur leikur á að smit hafi komið upp.

Ríkið mun greiða bændum bætur vegna þess fjárhagslega tjóns sem þeir verða fyrir vegna þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin