fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Fær háar bætur – Sæði hans var gefið samkynhneigðum pörum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 22:00

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var endi bundinn á sérstakt mál í Englandi. Það snerist um að árið 2010 ákvað Neil Gaskell að gerast sæðisgjafi. Hann setti það skilyrði fyrir notkun sæðisins að aðeins gagnkynhneigð pör mættu fá það.

En eftir rannsókn Human Fertilisation and Embryology Authority kom í ljós að sæði hans hafði verið gefið þremur samkynhneigðum pörum og einstæðum mæðrum. Fjögur gagnkynhneigð pör höfðu fengið sæði hans. Samtals eignuðust samkynhneigðu pörin fimm börn með sæði hans, þar af eina tvíbura. Einstæðu mæðurnar eignuðust fimm börn með sæði hans. The Sun skýrir frá þessu og hefur eftir Gaskell að honum hafi verið mjög brugðið við þessi tíðindi.

Hann ákvað að höfða mál á hendur sæðisbankanum og nú hefur hann haft sigur í því fyrir dómi. Honum voru dæmdar háar bætur en ekki hefur verið skýrt frá hversu háar.

Í samtali við The Sun sagði hann að hann hafi bara viljað gefa sæði til gagnkynhneigðra þrátt fyrir að hafa vitað að margir væru ósáttir við þá ákvörðun hans. Hann sagði að ekki væri um neina mismunun að ræða heldur vilji hann að börn, sem verða til úr sæði hans, eigi mömmu og pabba. Hann tók sérstaklega fram á skráningarblaði að ekki mæti gefa samkynhneigðum pörum sæði hans.

Hann komst á snoðir um þetta þegar sæðisbankinn tilkynnti honum að mistök hefðu orðið og sæði hans hefði verið gefið samkynhneigðu pari.

Gaskell á sjálfur þrjú börn sem komu í heiminn með tæknifrjóvgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð