fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Ert þú með erfðaefni úr Neanderdalsmönnum? Getur aukið líkurnar á að COVID-19 smit valdi alvarlegum veikindum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 05:29

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötti hver Evrópumaður er með gen frá Neanderdalsmönnum í líkama sínum. Þetta gen þrefaldar líkurnar á að COVID-19 smit valdi alvarlegum veikindum. Í Afríku eru hins vegar sárafáir með þetta gen.

Af hverju verða sumir miklu veikari af COVID-19 en aðrir? Þessari spurningu hafa vísindamenn reynt að svara síðustu mánuði. Athyglin hefur meðal annars beinst að litningi 3. Í sumar var því slegið fast í stórri alþjóðlegri rannsókn að þetta afbrigði eykur líkurnar á að leggja þurfi smitaða inn á sjúkrahús og að þeir eigi erfitt með andardrátt. Niðurstöður nýrrar sænsk/þýskrar rannsóknar sýna að þetta gen líkist mjög samsvarandi geni úr um 50.000 ára gömlum Neanderdalsmanni sem fannst þar sem nú er Króatía.

Þetta afbrigði barst í nútímamanninn úr Neanderdalsmönnum þegar tegundirnar blönduðust fyrir um 60.000 árum. Hugo Zeberg, hjá Karólínsku stofnunni í Svíþjóð, segir þeir sem séu með þetta afbrigði séu allt að þrisvar sinnum líklegri til að enda í öndunarvél ef þeir smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

Hann rannsakaði þetta ásamt Svante Pääbo hjá Max Planck stofnuninni í Þýskalandi. Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í vísindaritinu Nature. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Þeir geta ekki sagt til með fullri vissu af hverju þessi gen úr Neanderdalsmönnum auka líkurnar á alvarlegum veikindum en sýndu fram á mikinn mun á milli heimsálfa hvað varðar útbreiðslu gensins. Í suðurhluta Asíu er þetta gen í um helmingi allra og í Evrópu í sjötta hverjum. Í austurhluta Asíu og nær allri Afríku er þetta gen eiginlega ekki að finna í fólki.

„Það er sláandi að arfur frá Neanderdalsmönnum hafi svo hörmulegar afleiðingar í þessum heimsfaraldri. Af hverju það er, verður að rannsaka sem fyrst,“

sagði Svante Pääbo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans