Drengurinn, Josiah McIntyre, lést þann 8. september af völdum sýkingar sem amaban orsakaði. Hún lifir í hlýjum vötnum og ám og sundlaugum sem eru illa þrifnar. Hún kemst inn í líkamann í gegnum nasirnar og fer í heilann. Hún veldur miklum höfuðverk, hita, stífum hnakka og uppköstum. Því næst tekur svimi við, mikil þreyta, fólk verður ringlað og sér ofsjónir.
Rannsókn leiddi í ljós ummerki eftir amöbuna í garðslöngu á heimili Josiah og í gosbrunni í bænum og í brunahana.
Afi hans og amma segja að hann gæti hafa komist í snertingu við skítugt vatn þegar hann var að leik í vatnsgarði í Lake Jackson skömmu áður en hann veiktist. Garðinum hefur verið lokað og íbúum í sýslunni er ráðlagt að sjóða allt neysluvatn.