Eldri bróðir Emanuela, Vitor de Souza, tók að sér að undirbúa veisluna og er óhætt að segja að hann hafi gert systur sinni ljótan grikk þó hann hafi ekki ætlað sér það. Hann vildi bara sýna hversu góður bróðir hann er. Hann vissi ekki neitt um K-popp og hélt að það væri bara eitthvað frá Kóreu. Hann ákvað því að gera þema byggt á Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu.
Hann setti saman myndir af Emanuela og einræðisherranum og skreytti á viðeigandi hátt. Hann birti þetta síðan á samfélagsmiðlum og skrifaði:
„Í dag á systir mín afmæli, hún elskar K-popp. Ég sá um að skreyta fyrir afmælið en af því að ég þekki ekki þessar hljómsveitir notaði ég frægasta kóreska þemað sem ég veit um. Hún elskaði það.“
En hvort Emanuela var í raun ánægð með þetta er kannski önnur saga en hún komst þó í heimsfréttirnar fyrir vikið.