fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Endurkjörinn bæjarstjóri þrátt fyrir að hafa látist fyrir 14 dögum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 05:33

Aliman var bæjarstjóri í Deveselu. Mynd: Kay Nietfeld/picture alliance via Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í rúmenska þorpinu Deveselu, sem er í suðurhluta landsins, kusu Ion Aliman, jafnaðarmann, sem bæjarstjóra í kosningum á sunnudaginn. Sigur hans var afgerandi en hann hlaut 64% atkvæða. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Aliman lést af völdum COVID-19 fyrir um hálfum mánuði.

Um 3.000 manns búa í þorpinu og segja margir þeirra að Aliman hafi staðið sig vel í starfi og hafi átt skilið að sigra þótt hann sé látinn. CNN skýrir frá.

Í myndbandi, sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum, sjást tugir þorpsbúa við gröf Aliman eftir að úrslitin lágu fyrir.

„Þetta er þinn sigur. Ég veit að þú verður stoltur af okkur. Hvíl í friði,“

heyrist einn viðstaddra segja.

Þetta var í þriðja sinn sem Aliman sigraði í kosningum í þorpinu.

„Hann var sannur bæjarstjóri fyrir okkur. Hann stóð með þorpinu, virti öll lög. Ég held að við fáum ekki bæjarstjóra eins og hann aftur,“

sagði einn þorpsbúa í samtali við ProTv.

Aliman, sem var fyrrum foringi í sjóhernum, hefði orðið 57 ára á mánudaginn ef honum hefði enst aldur til. Hann lést 17. september á sjúkrahúsi í Búdapest af völdum COVID-19. Þá var búið að prenta kjörseðla og sögðu embættismenn að ekki væri hægt að fjarlægja nafn hans af þeim. Kosið verður á nýjan leik í þorpinu fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans