Um 3.000 manns búa í þorpinu og segja margir þeirra að Aliman hafi staðið sig vel í starfi og hafi átt skilið að sigra þótt hann sé látinn. CNN skýrir frá.
Í myndbandi, sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum, sjást tugir þorpsbúa við gröf Aliman eftir að úrslitin lágu fyrir.
„Þetta er þinn sigur. Ég veit að þú verður stoltur af okkur. Hvíl í friði,“
heyrist einn viðstaddra segja.
Þetta var í þriðja sinn sem Aliman sigraði í kosningum í þorpinu.
„Hann var sannur bæjarstjóri fyrir okkur. Hann stóð með þorpinu, virti öll lög. Ég held að við fáum ekki bæjarstjóra eins og hann aftur,“
sagði einn þorpsbúa í samtali við ProTv.
Aliman, sem var fyrrum foringi í sjóhernum, hefði orðið 57 ára á mánudaginn ef honum hefði enst aldur til. Hann lést 17. september á sjúkrahúsi í Búdapest af völdum COVID-19. Þá var búið að prenta kjörseðla og sögðu embættismenn að ekki væri hægt að fjarlægja nafn hans af þeim. Kosið verður á nýjan leik í þorpinu fljótlega.