fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Tölvuþrjótar rákust á vegg hjá Nikolaj Jacobsen – „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 18:01

Nikolaj Jacobsen í forgrunni fagnar á handboltavellinum. Mynd: EPA-EFE/HENNING BAGGER DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikolaj Jacobsen, þjálfari karlaliðs Dana í handknattleik, varð fyrir því nýlega að tyrkneskir tölvuþrjótar náðu stjórn á tölvupósti hans, Facebook og Instagram. Þeir kröfðu hann um 5.000 dollara fyrir að veita honum aftur aðgang.

B.T. skýrir frá þessu. Tölvuþrjótarnir græddu hins vegar ekkert á Jacobsen sem vildi alls ekki greiða þetta „lausnargjald“.

„Ég sagði bara: „Þetta er í lagi, þið megið bara hafa þetta“. Síðan byrjaði ég bara aftur með nýja aðganga á Facebook og Instagram,“

sagði Jacobsen sem sagði að hann hefði gengið í gildru þrjótanna þegar hann fékk tölvupóst frá Instagram Support Team sem hann svaraði.

Hann sagðist hafa verið með 37.000 fylgjendur á Instagram og það sé auðvitað leiðinlegt að missa þá en það skipti hann svo sem ekki miklu því hann noti Instagram ekki í fjárhagslegum ávinningi, þetta sé hans einkaaðgangur. Hann sagðist sjá einna mest eftir Facebook því þar hafi verið mikið af myndum frá því þegar börnin hans voru lítil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi