fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 17:05

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess.“ Þetta kemur fram í opnu bréfi sem tæplega 500 háttsettir bandarískir herforingjar og þjóðaröryggisráðgjafar skrifa undir. Í því lýsa þeir yfir stuðningi við Joe Biden.

Í bréfinu kemur fram að Trump hafi í forsetatíð sinni sýnt að hann standi ekki undir þeirri „gríðarlegu ábyrgð sem tengist embætti hans“. Einnig kemur fram að Biden búi yfir „reynslu og nauðsynlegri kænsku til að stýra Bandaríkjunum í gegnum sársaukafullt tímabil“.

„Við erum fyrrum embættismenn, sem höfum helgað líf okkar Bandaríkjunum og jafnvel hætt lífi okkar. Við erum hershöfðingjar, aðmírálar, háttsettir foringjar, sendiherrar og öryggissérfræðingar. Við erum Repúblikanar, Demókratar og óháðir,“

segir í bréfinu.

„Þökk sé fyrirlitlegum skoðunum Trump og mistökum þá treysta bandamenn okkar okkur ekki lengur,“

segir einnig í bréfinu sem er undirritað af meðlimum hóps sem kallar sig Þjóðaröryggisleiðtogar fyrir Biden.

Einn þeirra sem undirritar bréfið er Paul Selva sem var einn nánasti hernaðarráðgjafi Trump og varavarnarmálaráðherra þar til í júlí 2019.

Mánuður er síðan tímaritið The Atlantic skýrði frá því að Trump hefði meðal annars kallað bandaríska hermenn, sem hafa fallið í stríðsátökum, „tapara“. Trump hefur vísað þessu á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deitaði á laun í bataferlinu

Deitaði á laun í bataferlinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk neitar að ríkisstjórn Trump ætli að kaupa Teslu Cybertrucks fyrir 56 milljarða

Musk neitar að ríkisstjórn Trump ætli að kaupa Teslu Cybertrucks fyrir 56 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki