Í gær greindust 2.914 með veiruna og á sunnudaginn voru þeir 2.995. Til að takast á við þetta hefur krám og veitingastöðum nú verið gert að loka snemma og takmarkanir verða settar á fjölda þeirra sem mega sækja opinberar samkomur. Næstu þrjár vikur mega ekki vera áhorfendur á íþróttaviðburðum.
Mark Rutte, forsætisráðherra, hvatti fólk til að vinna eins mikið að heiman og hægt er.