Það má kannski spyrja sig hvort hér sé komið nýtt og tímafrekt áhugamál hjá þessu fólki? En þetta veldur áhyggjum hjá læknum og heilbrigðisyfirvöldum og er nú kallað eftir skýrari reglum um sýnatökur frá ríkisstjórninni og heilbrigðisráðuneytinu.
Yfirvöld hafa sagt að sýnataka gangi vel um allt land og hafa hvatt fólk til að mæta í sýnatöku en ef fólk fer að mæta margoft á skömmum tíma er hætt við að álagið á kerfið geti orðið of mikið og að þá komist fólk, sem er með einkenni smits, jafnvel ekki að.