fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Fór í 24 kórónuveirusýnatökur á 14 dögum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 13:33

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við eigum allt öðruvísi ofálag á heilbrigðiskerfinu á hættu en það sem við erum að reyna að forðast ef við höldum áfram svona miklum sýnatökum. Þetta sagði Jonathas Schloss, forstjóri samtaka danskra lækna, í samtali við TV2 Fyn. Ummælin lét hann falla eftir að fram kom að einn íbúi í Region Syddanmark hafi farið í sýnatöku vegna kórónuveiru 24 sinnum á 14 dögum.  Á sama tíma mættu 1.500 manns þrisvar sinnum eða oftar í sýnatöku.

Það má kannski spyrja sig hvort hér sé komið nýtt og tímafrekt áhugamál hjá þessu fólki? En þetta veldur áhyggjum hjá læknum og heilbrigðisyfirvöldum og er nú kallað eftir skýrari reglum um sýnatökur frá ríkisstjórninni og heilbrigðisráðuneytinu.

Yfirvöld hafa sagt að sýnataka gangi vel um allt land og hafa hvatt fólk til að mæta í sýnatöku  en ef fólk fer að mæta margoft á skömmum tíma er hætt við að álagið á kerfið geti orðið of mikið og að þá komist fólk, sem er með einkenni smits, jafnvel ekki að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi