fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þrír Norðurlandabúar eru á dauðalista al-Kaída

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 05:38

Rasmus Paludan, sem er danskur öfgahægrimaður, hefur verið iðinn við að brenna Kóraninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dauðalista hryðjuverkasamtakanna al-Kaída eru nú að minnsta kosti þrír Norðurlandabúar. Í vefritinu One Ummah beina samtökin nú spjótum sínum að franska ádeiluritinu Charlie Hebdo sem endurprentaði nýlega skopmyndir af spámanninum Múhameð. Auk þess eru áhangendur hryðjuverkasamtakanna hvattir til að ráða fjóra nafngreinda menn af dögum.

Einn þeirra er Rasmus Paludan, leiðtogi Stram kurs í Danmörku, en hann er þyrnir í augum margra múslima vegna andúðar hans á þeim og endurtekinna mótmæla og bókabrenna þar sem hann kveikir i Kóraninum. Paludan hefur vakið athygli víða um heim fyrir mótmæli sín.

„Ég er nú á dauðalista al-Kaída. Það er dapurt og gremjulegt,“

sagði hann í samtali við B.T.

Auk hans beinir al-Kaída spjótum sínum sérstaklega að danska teiknaranum Kurt Westergaard sem teiknaði skopmyndir af spámanninum Múhameð sem Jótlandspósturinn birti 2005. Teikningarnar vöktu mikla reiði múslima um allan heim. Sómalískur maður reyndi að ráða Westergaard af dögum 2005 en hann slapp með því að læsa sig inni í sérstöku öryggisherbergi á heimili sínu.

Auk þess eru sænski teiknarinn Lars Vilks og hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders á dauðalistanum.

„Það er ekki gott að vera á dauðalista en þegar maður endar loksins á einhverjum lista er gott að vera þar með góðu fólki. Charlie Hebdo er gott blað og hinir þrír, Kurt Westergaard, Lars Vilks og Geert Wilders, eru allir góðir menn,“

sagði Paludan og bætti við að danska leyniþjónustan hafi aukið öryggisgæsluna í kringum hann á föstudaginn í kjölfar árásar 18 ára íslamista á tvo menn sem stóðu utan við gömlu skrifstofur Charlie Hebdo í París. Sú árás tengist endurprentun tímaritsins á skopmyndunum af spámanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann