fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 15:05

Christopher Michael Straub. Mynd:San Luis Obispo County Sheriff’s Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Templeton í Kaliforníu skaut Christopher Michael Straub, 38 ára öfgaþjóðernissinna, til bana á fimmtudaginn. Lögreglumenn höfðu stöðvað akstur Straub nærri kirkjugarði en hann fór út úr bíl sínum og flúði á hlaupum inn í kirkjugarðinn. Þar faldi hann sig og sat fyrir lögreglumönnum og skaut mörgum skotum að þeim úr skammbyssu að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.

Einn lögreglumaður særðist á fæti og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er ekki í lífshættu. CNN segir að Staub hafi reynt að komast aftur í bifreið sína en fleiri lögreglumenn voru komnir á vettvang og komu í veg fyrir að hann næði að komast í bifreiðina. Var hann skotinn til bana í þeirri viðureign.

Í bíl hans fannst fjöldi vopna, þar á meðal fjórir árásarrifflar, stór veiðiriffill, haglabyssa, tvær skammbyssur og mörg hundruð skot.

Þegar leit var gerð á heimili hans kom í ljós að hann hafði verið að framleiða skotvopn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Straub hafi verið eftirlýstur og að hann hafi áður hlotið dóma og hafi því ekki mátt vera með skotvopn í sinni vörslu. Hann var þekktur meðlimur í samtökum hvítra öfgaþjóðernissinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn