Einn lögreglumaður særðist á fæti og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er ekki í lífshættu. CNN segir að Staub hafi reynt að komast aftur í bifreið sína en fleiri lögreglumenn voru komnir á vettvang og komu í veg fyrir að hann næði að komast í bifreiðina. Var hann skotinn til bana í þeirri viðureign.
Í bíl hans fannst fjöldi vopna, þar á meðal fjórir árásarrifflar, stór veiðiriffill, haglabyssa, tvær skammbyssur og mörg hundruð skot.
Þegar leit var gerð á heimili hans kom í ljós að hann hafði verið að framleiða skotvopn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að Straub hafi verið eftirlýstur og að hann hafi áður hlotið dóma og hafi því ekki mátt vera með skotvopn í sinni vörslu. Hann var þekktur meðlimur í samtökum hvítra öfgaþjóðernissinna.