Þeir áttuðu sig nú fljótt á að þrátt fyrir að dýrið liti út eins og venjulegar rottur þá var ekki um lifandi eða dauða rottu að ræða heldur grímubúning sem hafði líklegast endað ofan í holræsinu eftir miklar rigningar og flóð í borginni nýlega. La Vanguardia skýrir frá þessu.
Myndbandi af rottunni hefur mikið verið deilt á Twitter og hefur að vonum vakið töluverða athygli en margir virðast ekki átta sig á því strax að ekki er um alvöru dýr að ræða.
#Urgente localizan rata gigante, esta botarga fue hallada taponeando un canal de aguas negras de l alcaldía Magdalena Contreras en la #CDMX pic.twitter.com/LCvt166ykt
— Fernando Cruz (@reporterofrank) September 19, 2020