Fréttamenn CNN voru á staðnum þegar fjölskyldan knúði dyra og mynduðu allt. Newey hefur notið mikilla vinsælda á TikTok en Valdez-fjölskyldan hefur birt mörg myndbönd af honum þar þegar hann hefur fært þeim pizzur.
„Þetta er klikkun. Allir elska hann,“
sagði Carloz Valdez um hinn aldna pizzusendil.
Newey byrjaði að sendast með pizzur fyrir Papa John‘s þegar hann sá að hann gæti ekki lifað af ellilífeyri sínum einum saman. Hann sendist með pizzur í um 30 klukkustundir á viku.
89-year old Derlin Newey started delivering pizzas to make ends meet. He never thought one of his customers would change everything. Here’s our story for @KSL5TV on the delivery he never saw coming. #ksltv #goodnews
🎥 @JDortz_Photog pic.twitter.com/WEJdOKoVnN
— Alex Cabrero (@KSL_AlexCabrero) September 23, 2020
Valdez-fjölskyldan, sem er með 53.000 fylgjendur á TikTok hefur fengið margar spurningar um af hverju Newey sé að sendast með pizzur, kominn á þennan aldur. Fjölskyldunni fannst ófært að hann væri að vinna svona mikið, kominn á þennan aldur og ákvað að nota TikTok til að reyna að létta líf hans. Þau hófu fjársöfnun meðal fylgjenda sinna og söfnuðust 12.069 dollarar sem fjölskyldan færði Newey á þriðjudaginn. Hann fékk ávísun sem var undirrituð af „TikTok fjölskyldunni“.
„Hvernig get ég þakkað ykkur? Ég veit ekki hvað ég á að segja,“
sagði Newey þegar hann fékk ávísunina en þetta kom honum mjög á óvart og hann vissi ekki einu sinni hvað TikTok er.