fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

89 ára pizzusendill fékk óvænta sendingu – „Hvernig get ég þakkað ykkur?“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 06:55

Derlin Newey. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Derlin Newey, 89 ára pizzusendill í Utah í Bandaríkjunum, vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið í síðustu viku þegar hann fékk óvænta sendingu. Síðasta þriðjudagsmorgun var bankað upp á hjá honum. Fyrir utan stóð Valdez-fjölskyldan sem hann hefur margoft fært pizzur.

Fréttamenn CNN voru á staðnum þegar fjölskyldan knúði dyra og mynduðu allt. Newey hefur notið mikilla vinsælda á TikTok en Valdez-fjölskyldan hefur birt mörg myndbönd af honum þar þegar hann hefur fært þeim pizzur.

„Þetta er klikkun. Allir elska hann,“

sagði Carloz Valdez um hinn aldna pizzusendil.

Newey byrjaði að sendast með pizzur fyrir Papa John‘s þegar hann sá að hann gæti ekki lifað af ellilífeyri sínum einum saman. Hann sendist með pizzur í um 30 klukkustundir á viku.

Valdez-fjölskyldan, sem er með 53.000 fylgjendur á TikTok hefur fengið margar spurningar um af hverju Newey sé að sendast með pizzur, kominn á þennan aldur. Fjölskyldunni fannst ófært að hann væri að vinna svona mikið, kominn á þennan aldur og ákvað að nota TikTok til að reyna að létta líf hans. Þau hófu fjársöfnun meðal fylgjenda sinna og söfnuðust 12.069 dollarar sem fjölskyldan færði Newey á þriðjudaginn. Hann fékk ávísun sem var undirrituð af „TikTok fjölskyldunni“.

„Hvernig get ég þakkað ykkur? Ég veit ekki hvað ég á að segja,“

sagði Newey þegar hann fékk ávísunina en þetta kom honum mjög á óvart og hann vissi ekki einu sinni hvað TikTok er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?