fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Það eykur lífslíkur að stunda kynlíf eftir hjartaáfall

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. september 2020 20:30

Áfengi hefur slæm áhrif á hjartað. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að halda áfram að stunda kynlíf, í sama mæli og áður eða auka tíðnina, eftir að hafa fengið hjartaáfall dregur úr líkunum á andláti. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem fram kemur að ef haldið er áfram að stunda kynlíf á fyrstu sex mánuðum eftir hjartaáfall minnki líkurnar á andláti um 35%.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin nái yfir 22 ár og hafi verið gerð af vísindamönnum við Tel Aviv háskólann í Ísrael. Þeir rannsökuðu hvort það bætti lífslíkur, þeirra sem fá hjartaáfall, að stunda kynlíf í sama mæli og fyrir hjartaáfallið eftir áfallið.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í the European Journal of Preventive Cardiology. Samkvæmt þeim þá minnka líkurnar á andláti um 35% ef fyrri tíðni kynlífs er tekin upp á fyrstu sex mánuðunum eftir hjartaáfall, eða ef tíðnin er aukin, miðað við þá sem ekki stunda kynlíf eða draga úr tíðninni.

„Kynferði og kynlíf eru tákn um vellíðan. Að byrja aftur að stunda kynlíf skömmu eftir hjartaáfall getur verið hluti af sjálfsupplifun einstaklingsins sem heilbrigðs, ungs og orkumikils einstaklings. Þetta getur haft í för með sér heilbrigðari lífsstíl almennt séð,“

sagði Yariv Gerber, prófessor við Tel Aviv háskólann, um niðurstöðurnar.

Rannsóknin náði til 495 sjúklinga, 65 ára og yngri, sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús í fyrsta sinn vegna hjartaáfalls á árunum 1992 til 1993. Meðalaldur þeirra var 53 ár og 93% þeirra voru karlar.

Sjúklingunum var skipt í tvo hópa, þá sem stunduðu ekki kynlíf eða drógu úr tíðnin þess eftir hjartaáfallið og þá sem stunduðu kynlíf í sama mæli og áður eða juku tíðnina.

211 af sjúklingunum létust á rannsóknartímabilinu. Vísindamennirnir sáu að það að viðhalda sömu tíðni kynlífs og áður eða auka minnkaði líkurnar á hjartaáfalli um 35%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn