fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Merk uppgötvun – Parkinsonssjúkdómurinn er í raun tveir sjúkdómar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. september 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri danskri rannsókn hafa vísindamenn sýnt fram á að Parkinsonssjúkdómurinn sé líklega tveir ólíkir sjúkdómar. Munurinn á þeim er að annar á upptök sín í líkamanum, líklega þörmunum, og berst til heilans en hinn á upptök sín í heilanum.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. Í rannsókninni voru taugakerfi 59 sjúklinga, sem höfðu nýlega verið greindir með Parkinsonssjúkdóminn eða þjáðust af truflunum á REM-svefni en höfðu ekki verið greindir með Parkinsonssjúkdóminn, rannsökuð.

Hjá þeim sem þjást af REM-svefntruflunum eyðileggjast taugafrumur í heilastofninum. Það veldur því að fólk hreyfir sig mikið þegar það sefur. Það á líka til að hrópa og sparka. Stór hluti þeirra, sem þjáist af þessum sjúkdómi, fær síðar Parkinsonssjúkdóminn.

Í rannsókninni kemur fram að hjá sjúklingum með Parkinsonssjúkdóminn, sem ekki glímdu við svefntruflanir, voru það aðeins heilafrumurnar sem voru skemmdar. Sjúkdómurinn átti því upptök sín í heilanum. Hjá sjúklingum, sem ekki voru með Parkinsonssjúkdóminn en glímdu við svefntruflanir, voru heilafrumurnar í lagi en taugakerfið í hjartanu og þörmunum var mjög skaddað. Sjúkdómurinn átti upptök sín í líkama þeirra og hafði ekki enn borist til heilans.

Sjúklingar með Parkinsonssjúkdóminn, sem höfðu glímt við svefntruflanir á árunum áður en þeir greindust, voru með ónýtar taugafrumur í hjarta, þörmum og heila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim