fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Íslamska ríkið í sókn í Afríku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. september 2020 22:30

Liðskonur Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarhópar, sem styðja hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, náðu nýlega fjórum litlum eyjum, sem tilheyra Mósambík, á sitt vald. Fyrr í sumar náðu hóparnir hafnarborginni Mocímboa da Praia á sitt vald en hún er ein mikilvægasta hafnarborg landsins. Þessir uppreisnarhópar hafa verið í mikilli sókn í Afríku að undanförnu en Íslamska ríkið stefnir nú að landvinningum í álfunni til að auka áhrif sín þar.

Meðal þeirra eyja sem uppreisnarmennirnir náðu á vald sitt nýlega eru Vamizi og Mecungo sem eru þekktir lúxusdvalarstaðir þar sem stjörnur á borð við Cristiano Ronaldo, Daniel Craig (James Bond) og Bono (söngvari U2) hafa dvalið. Engir útlendingar voru á eyjunum þegar uppreisnarmennirnir náðu þeim á sitt vald því landið hefur verið lokað ferðamönnum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Árásin var gerð aðfaranótt 18. september. Á myndum á samfélagsmiðlum sést að búið er að brenna hótel, ferðamannaaðstöðu og bíla. Íbúar sögðu fréttamönnum að uppreisnarmennirnir hefðu komið siglandi á litlum bátum og beðið alla um að yfirgefa eyjurnar.

„Þeir ráku fólk út úr húsunum og kveiktu í þeim. Þeir gerðu engum mein en skipuðu öllum að yfirgefa eyjurnar,“

sagði einn eyjaskeggja.

Eyjurnar og Mocímboa da Praia eru í Cabo Delgado héraðinu við landamæri Tansaníu. Uppreisnarmenn hafa beint sjónum sínum að þessu svæði á undanförnum árum því hafnarborgin er aðeins 50 kílómetra frá frá stærstu náttúrugassvæðum álfunnar. Einnig eru stórar rúbínnámur þar.

Uppreisnarmennirnir hafa lýst því yfir að þeir vilji gera Mocímboa da Praia að höfuðborg sinni og taka upp sharíalög.

Sérfræðingar hafa á undanförnum árum varað við fyrirætlunum Íslamska ríkisins um að leggja stærri landsvæði í Afríku undir sig. Árásum hópa, sem styðja samtökin, hefur fjölgað í álfunni á síðustu árum.

Stjórnvöld í Suður-Afríku, sem er nágrannaland Mósambík í suðri, hafa boðið aðstoð sína, bæði leyniþjónustu og her. Ef þetta boð verður þegið segir Íslamska ríkið að árásir verði gerðar  í Suður-Afríku. Það er opinbert leyndarmál að málaliðar úr hinum svokallaða Wagnerhópi, sem er stýrt af rússneskum yfirvöldum hafa lengi verið til staðar í Mósambík þar sem þeir aðstoða stjórnvöld í baráttunni við uppreisnarmenn. Þetta er hluti af aðgerð Rússa til að auka áhrif sín í álfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“