Þetta sagði Vallance á fréttamannafundi á mánudaginn.
„Ef við bregðumst ekki við mun veiran fara á mikið flug,“
sagði Chris Whitty, landlæknir, á sama fundi.
„Það er sú stefna sem við erum nú á og ef við breytum henni ekki þá stöndum við frammi fyrir miklum vanda,“
bætti hann við og lagði áherslu á að á næstu sex mánuðum verði þjóðin að takast saman á við faraldurinn.
Bretar stefna inn í erfitt haust og vetur hvað varðar heimsfaraldurinn en smitum hefur fjölgað mikið eftir að slakað var á reglum, sem eiga að halda aftur af útbreiðslu veirunnar, í sumar. Um helgina tilkynnti ríkisstjórnin að þeir sem brjóta gegn reglum um sóttkví og einangrun eigi yfir höfði sér allt að 10.000 punda sekt. CNN skýrir frá þessu.
Haustið og veturinn verða sérstaklega erfið þar sem kalt veður ýtir fólki inn í hús og fleiri munu því safnast saman innandyra en í sumar og þar með aukast líkurnar á útbreiðslu veirunnar.