Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum í löndunum tveimur. Einnig kemur fram að ekki hafi fleiri COVID-19 sjúklingar legið á frönskum sjúkrahúsum í tvo mánuði en þeir eru nú um 6.000. Þar af eru um 1.000 á gjörgæslu.
Tölurnar frá Bretlandi sýna að veiran hefur hreiðrað vel um sig þar í landi en einnig að nú taka Bretar miklu fleiri sýni en áður. Bresk stjórnvöld telja að um 10.000 manns smitist af veirunni daglega að sögn Matt Hancock heilbrigðisráðherra. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor var talið að um 100.000 smituðust daglega.