fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Leystu eitt umtalaðasta morðmál Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 05:27

Konurnar þrjár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega 25 ár var hvarf þriggja ungra kvenna frá vinsælu næturlífssvæði í Perth í Ástralíu eitt umtalaðasta óleysta sakamál landsins. En nú hefur Bradley Robert Edwards verið sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær þeirra en hann var hins vegar sýknaður af morðinu á þeirri þriðju.

Edwards var fundinn sekur um að hafa myrt Jane Rimmer, 23 ára, árið 1996 og Ciara Glennon, 27 ára, árið 1997. Han var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa myrt Sarah Spiers, 18 ára, en lík hennar hefur ekki fundist og ekki voru nægar sannanir fyrir að Edwards hefði myrt hana að mati dómstólsins.

CNN segir að réttarhöldin yfir Edwards hafi staðið yfir í sjö mánuði og hafi íbúar í Perth fylgst vel með þeim þar sem málin hafi verið mörgum í minni en hvarf kvennanna vakti mikinn óhug og ótta meðal borgarbúa á sínum tíma.

Allar þrjár sáust síðast á lífi snemma morguns eftir að hafa verið að skemmta sér í Claremont í Perth. Hverfið var talið öruggt og því ríkti mikill ótti í borginni í kjölfar hvarfs þeirra.

Lík Rimmer og Glennon fundust nokkrum vikum eftir að þær hurfu en lík Spiers hefur aldrei fundist en ekkert bendir til að hún sé á líf segir í dómsorði.

Það var fyrir fjórum árum að lögreglunni tókst loks að komast eitthvað áleiðis við rannsókn málanna. Þá var Edwards sendur í fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur fyrir tvær nauðganir. Erfðaefni hans var borið saman við lífsýni sem fundust á líki Glennon. Trefjar, sem fundust á báðum líkunum, pössuðu við trefjar sem fundust í vinnubíl Edwards en það benti til að hann hefði rænt þeim og flutt á brott í bílnum. Hann starfaði þá hjá símafyrirtæki.

Refsing Edwards verður tilkynnt þann 23. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð