Samkvæmt frétt Sky þá var Wyatt einnig gert að greiða fórnarlömbum sínum 1,5 milljónir dala í bætur.
Hann var handtekinn af bresku lögreglunni 2016 vegna ótengds máls en þá var verið að rannsaka innbrot í iCloud-reikning Pippa Matthews, systur Katrínar hertogaynju og eiginkonu Vilhjálms ríkisarfa.
Wyatt, sem er þriggja barna faðir, var sleppt í september 2017 án þess að frekari eftirmálar yrðu. Hann var síðan handtekinn aftur og fluttur í fangelsi til afplánunar refsinga fyrir margvísleg brot. Hann barðist gegn framsali til Bandaríkjanna en dómari heimilaði framsalið á síðasta ári.
Í Bandaríkjunum var hann ákærður fyrir að stela læknaskýrslum, upplýsingum frá bandarískum fyrirtækjum og að hafa krafist greiðslu í Bitcoin fyrir að skila þessum upplýsingum aftur. Engin fyrirtæki greiddu honum en urðu fyrir tjóni vegna taps á gögnum.
Fyrir dómi kom fram að Wyatt hafi stofnað aðganga á Twitter og Paypal til að taka við greiðslum og eiga í samskiptum við fórnarlömb sín.