Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að heilbrigðisyfirvöld segi einnig að þeir sem létust hafi yfirleitt verið eldra fólk. Flensur verða yfirleitt um 11.000 manns að bana í Englandi árlega og mun fleiri þurfa að leggjast inn á sjúkrahús.
Embættismenn segja að kórónuveiran og flensa muni væntanlega herja samtímis og hvetja þá sem eiga rétt á að fá bólusetningu gegn flensunni að láta bólusetja sig. Fleirum verður boðið upp á slíkar bólusetningar í ár en venjulega og eiga um 30 milljónir Breta rétt á þeim.
Sérfræðingar segja að þeir sem eru viðkvæmari fyrir áhrifum flensu séu einnig í meiri hættu hvað varðar kórónuveiruna. Yvonne Doyle, yfirlæknir hjá breska landlæknisembættinu, sagði að flensa „væri mjög óþægileg“ en að margir telji hana bara vera venjulegt kvef.
„Það getur verið banvænt að fá flensu og bóluefnið er öruggt. Ef þú færð bæði flensu og kórónuveiru ertu í alvarlegum vanda,“
sagði hún.