fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Cindy McCain styður Joe Biden – „Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 06:55

Cindy og John McCain. Mynd:EPA/CHRIS GARDNER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cindy McCain, ekkja John McCain, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden frambjóðanda Demókrata til forsetaembættisins í Bandaríkjunum. McCain er Repúblikani eins og eiginmaður hennar var en hann sat á þingi fyrir flokkinn og tókst á um forsetaembættið við Barack Obama og Joe Biden 2008.

„Eiginmaður minn, John, lifði eftir einni reglu: Ættjörðin fyrst. Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst  Bandaríkjamenn,“

segir í tilkynningu sem Cindy sendi frá sér á þriðjudagskvöldið.

Um leið og hún lýsti yfir stuðningi við Biden skaut hún föstum skotum á Donald Trump.

„Það er bara einn frambjóðandi í þessum kosningum sem berst fyrir alla landsmenn og það er Joe Biden.“

Í nokkrum tístum á Twitter færir Cindy frekari rök fyrir stuðningi sínum við Biden. Hún segir að þau hafi oft tekist á og verið ósammála en hann sé „góður og heiðarlegur maður“.

„Hann verður yfirmaður sem besti her í heimi getur treyst á af því að hann veit hvernig það er að senda sitt eigið barn í stríð,“

skrifaði Cindy en eiginmaður hennar var verðlaunuð stríðshetja sem var í haldi Víetnama árum saman á dögum Víetnamstríðsins.

Í kosningabaráttunni 2015 sagði Trump að hann liti ekki á John McCain sem stríðshetju því hann „kjósi þá sem ekki eru teknir til fanga“.

Fyrst fréttist af stuðningi Cindy McCain við Biden þegar Biden skýrði frá honum á lokaðri kosningasamkomu. Þar sagði hann að Cindy hefði ákveðið að styðja hann vegna ummæla Trump um fallna bandaríska hermenn en hann er sagður hafa farið neikvæðum orðum um þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga