Daily Star skýrir frá þessu. Á upptökunni sést að Emily var ekki sátt við að vera stöðvuð. Þegar lögreglumaðurinn kannaði ökuréttindi hennar sá hann að hún hafði verið svipt þeim. Af þeim sökum ákvað hann að kanna feril hennar enn betur en Emily vildi ekki bíða á meðan.
„Ég þarf svo að kúka. Gerðu það, ég á afmæli í dag,“
sagði hún við lögreglumanninn þegar hann sagði henni að hann væri að bíða eftir svari frá stjórnstöðinni. Skömmu síðar fékk hann skilaboð um að handtökuskipun liggi fyrir á hendur Emily eftir að hún lenti í átökum við lögreglumann.
Þetta virðist vera henni ofraun og hún byrjar að gráta og reyna að fá lögreglumanninn til að leyfa henni að fara frjálsri ferða sinna.
„Af hverju leyfirðu mér ekki bara að fara? Ég vissi ekki að það væri búið að svipta mig ökuréttindum, ég skal ekki keyra meira en má ég ekki fara heim og kúka?“
Þetta mýkti lögreglumanninn ekki og hann bað hana um að koma út úr bílnum. En þá æstist Emily og byrjaði að öskra á hann og síðan ók hún á brott og eftirför hófst.
Að lokum náði lögreglan að stöðva akstur Emily og handtaka hana. Henni var þá enn ofarlega í huga að hún þyrfti að kúka:
„Má ég kúka í bílinn þinn?“
spurði hún lögreglumann þegar hún var leidd í handjárnum að lögreglubíl.