TV2 Fyn skýrir frá þessu. Fram kemur að nú taki það að jafnaði 24 til 48 klukkustundir að fá svar úr sýnatökum en markmiðið sé að stytta tímann niður í 10 mínútur.
Sýnatakan fer fram með því að sýni er tekið úr aftasta hluta munnsins með þar til gerðum pinna eða sköfu sem er síðan stungið ofan í vökva og eftir aðeins fimm til tíu mínútur liggur svarið fyrir.
Sótt verður um flýtimeðferð hjá heilbrigðisyfirvöldum svo hægt verði að taka þetta nýja verkfæri í notkun fyrir áramót en vinnan við það er nú á lokametrunum.