fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Pressan

Elding slasaði 14 unglinga í Sviss – Voru að spila fótbolta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 04:56

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldingu sló niður við knattspyrnuvöll í Abtwill í Sankt Gallen í austurhluta Sviss í gærkvöldi. Henni slóð niður í ljósastaur við völlinn og breiddist síðan út um völlinn. Á honum voru unglingar að spila fótbolta. 14 þeirra slösuðust.

Svissneska fréttastofan SDA skýrir frá þessu. Fram kemur að 13 unglingar á aldrinum 15 til 16 ára hafi verið fluttir með sjúkrabifreiðum á sjúkrahús en einn 16 ára var fluttur með þyrlu. Ekki hefur verið skýrt frá ástandi unglinganna.

Á vef Videnskab.dk kemur fram að eldingar geti lent í fólki á nokkra mismunandi vegu. Þær geta meðal annars farið í gegnum líkamann innanverðan. Það gerist ef viðkomandi er á þeirri slóð sem eldingin fer þá fer hún í gegnum líkama viðkomandi. Þegar eldingin fer í gegnum líkamann leitar hún að þeirri leið þar sem minnst mótstaða er en það er yfirleitt í vöðvum og taugum. Mikil hætta er á lífshættulegum áverkum ef eldingin fer í heilann, sem er samansettur af taugavef, eða hjartað, sem er vöðvi.

Elding getur einnig farið um líkamann utanverðan en þá fer eldingin um yfirborð líkamans. Þá er mesta hættan að fá brunasár á húðina af völdum rafstraumsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka

Þjófur gleypti rándýra eyrnalokka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni

Evrópubúum er ráðlagt að búa sig undir það versta og koma sér upp neyðarbirgðum – Þetta er gott að hafa í töskunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu

Neyddust til að snúa vélinni við eftir 1.500 km flug – Flugmaður gleymdi vegabréfinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán

Musk skýrir frá milljónasvindli hjá hinu opinbera – 9 mánaða barn fékk að sögn 13 milljónir í lán