Samkvæmt frétt Sky þá notaði hann sveðju og miðað við lýsingarnar var um óhugnanlega og hrottalega árás að ræða. Þetta gerðist á götu úti í Barnsley í South Yorkshire.
Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að Cragi sneri tvisvar aftur að helsærðri eiginkonu sinni og hélt árásinni áfram. Mörg vitni voru að þessu að sögn Sky.
Victoria hlaut alvarlega höfuðáverka og lést af völdum þeirra og blóðmissis.
Talsmaður lögreglunnar sagði að áverkar hennar hafi verið margir og miklir á mörgum stöðum líkamans. Hann sagðist fagna því að Craig hafi játað morðið en það væri þó lítil huggun fyrir ættingja Victoria.
Craig játaði morðið fyrir helgi. Dómari mun kveða upp úr um refsingu hans þann 2. október næstkomandi.