Margir sérfræðingar settu spurningamerki við nafnið og sögðu hann vera algjörlega óþekktan. Þetta er ekki raunverulegt nafn leiðtogans heldur dulnefni Amir Mohammed Said Abd al-Rahman al-Mawla.
Í mars settu Bandaríkin Mawla á lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn og heita 10 milljónum dollara fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist.
Í septemberútgáfu CTC Sentinel, sem er gefið út af herforingjaskólanum West Point, koma fram nýjar upplýsingar um Mawla. Fram kemur að hann hafi verið fangi Bandaríkjamanna í Camp Buca fangelsinu í Írak 2004. Þar er hann sagður hafa kynnst forvera sínum. Hann er einnig sagður hafa verið fangi Bandaríkjamanna 2008. Hann er þá sagður hafa starfað með þeim og veitt þeim upplýsingar um 88 liðsmenn Íslamska ríkisins og al-Kaída.
Hann er sagður hafa veitt upplýsingar um mannrán, morð og árásir á heri bandamanna sem þessir 88 tóku þátt í. Ekki er talið útilokað upplýsingarnar frá honum hafi orðið til þess að sumir þeirra voru drepnir og að aðrir hafi verið handteknir og séu jafnvel enn í haldi.